lunes, 26 de marzo de 2007

Sutton SM1 2SB






Er að fara til London í vikunni, get ekki beðið! Kerry og Terry eru að fara að gifta sig í einhverjum kastala f utan borgina og svo á sunnudaginn vill svo til að addi bró verður þarna eftir ferðalagið sitt til nepal svo við munum líklega halda hið árlega reunion með miklum fögnuði. Talaði við Önnu vinkonu í dag og ég má fá að gista hjá þeim svo það verður voða gott, fæ að gista við hliðina á honum Jóni Antoni krúttmaga!






Annars bara allt fínt héðan, nokkuð rólegt eiginlega bara. Er reyndar að verða nokkuð pirruð á einni stelpunni sem ég bý með. Hún er tvítug frá Þýskalandi og er mesta subba sem ég hef nokkurn tíma séð. í gær var hún að þvo á sér fæturnar í baðherbergisvasknum! og labbaði svo um alla íbúð án þess að þurrka sér. Eg er samt svo mikill auli að ég þori aldrei að segja neitt. Svo um daginn opnaði ég ísskápinn og þá var einhver búinn að setja inn óhreinan disk þar, skil ekki í svona. Allavega, kærastinn hennar er frá Túnis sem er ekki frásögu færandi nema hvað að hann var í heimsókn núna í vikunni ( fór í dag ) og stúlkan tók upp á því að setja upp blæju (af trúarlegum ástæðum (þó svo að í Túnis er bannað með lögum að vera með slæðu og hvorki mamma hans né systur gangi með slæðu)) hún er semsagt búin að skipta um trú útaf honum, og vill ekki vekja upp löngum hjá öðrum karlmönnum. Hún heldur því fram að Islam hafi bjargað lífi sínu því í kristni og í vestrænu samfélagi líðist allt of mikið af ósiðum og hún hreinlega kýs frekar að vera múhameðstrúar. Mér finnst það flott ef þú ert búinn að kynna þér trúnna vel og vandlega og ákveður að skipta um trú af þínum EIGIN ástæðum, en mér finnst það soldið ýkt að fara að vera með blæju, sérstaklega þar sem við erum enn í evrópu og það eru ekki það margir sem eru með blæju hérna.



Allavega, það eru mikil vandamál í sambandinu hjá þeim þar sem hann getur ekki kynnt hana fyrir foreldrum sínum sem verðandi eiginkonu þar sem hún er ekki lengur hrein mey! Já, og hún er að spá í að hætta í vinnunni sinni hérna vegna þess að hún getur ekki gengið í vinnuna og þarf að fá far með einum vinnufélaga sínum ( sem er karlmaður ) og það hreinlega gengur ekki, því kærastinn er svo afbrýðisamur. Eins bað hún alla strákana hérna um að snerta sig ekki meðan kærastinn væri í heimsókn vegna þess að hann gæti haldið að það væri eitthvað á milli þeirra.



Ég er svo yfir mig bit á þessu öllu saman að ég bara á ekki orð. Verst er samt hvað hún er ógeðslega mikil subba og ótrúlega ótillitssöm í sambúð.



Það var samt soldið fyndið í gær að þegar ég var að fara út var ég í soldið fleginni skyrtu og ég fékk þetta líka svaka augnaráð frá henni.Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég niður í bæ með henni og Siggu og hún var endalaust að tala um að allar búðir nú til dags selja bara "hóruföt". Ótrúlegt!






Aumingja mamma getur varla sofið útaf þessu og vill að ég hafi samband við mömmu hennar, veit samt ekki alveg hvernig ég á að fara að því vegna þess að hún býr einhversstaðar í Berlín.



Greyið dreymdi í nótt að ég væri byrjuð að ganga með slæðu haha!






Annars var mér boðið á klassíska tónleika í gær í óperunni af honum Manúel. Spiluðu meðal annars verk eftir Debussy sem ég hef spilað sjálf, og er einn af mínum uppáhalds tónskáldum. Þetta voru mjög vel heppnaðir tónleikar í einu af flottasta óperuhúsi Evrópu svo ég var alls ekki ósátt.






Jæja, ætla að fara að þvo þvott fyrir ferðalagið mitt framundan....hlakka svo til !

martes, 6 de marzo de 2007

úlpan mín



man einhver eftir gamla fóstbræðra smellinum "úlpan mín" ? Nú það vildi svo til að ég var að reyna að sofna um daginn og var með þetta yndislega lag á heilanum. það eina er að það er ekki svo mikil laglína, allavega ekki svo ég muni eftir. Á endanum var þetta að verða frekar pirrandi eiginlega.


Annars er bara allt hið fínasta að frétta héðan, er búin að kynnast ferlega skemmtilegum strákum, svona djammfélögum dauðans, og það sem meira er...þeir eru eðlilegir, vitið ekki hvað það er erfitt að kynnast eðlilegu fólki hérna! Gaman að því. Um daginn voru þeir að spyrja mig og siggu um svona tíbískan íslenskan mat og ég ákvað að segja þeim frá hrútspungum. Málið er að maður getur sagt "huevos" um punga, sem þýðir bókstaflega egg. Jæja, ég sagði semsagt að svona tradicional íslenskur matur væri hrúts-"huevos". Mér fanst þetta mjög eðlilega sagt en var ekki alveg að skilja af hverju allt í einu þeir sprungu allir saman úr hlátri og spurðu mig hvað væri eiginlega að gerast þarna lengst í norðri, hvort það hefði sprungið einhver kjarnorkusprengja svo núna verptu kindur eggjum. hahaha. Fattaði þetta á endanum og útskýrði fyrir þeim að þetta væri nú ekki alveg svo gott heldur borðuðum við PUNGANA á hrútunum...breyttist þá svipurinn á þeim örlítið.

Vorum eitthvað búin að tala um hafa matarboð þar sem við íslensku stelpurnar elduðum tíbískan íslenskan mat en á endanum held ég að þeir hafi frekar viljað að við elduðum bara mexíkanskan eða eitthvað í staðinn.


Er annars búið að vera soldið erfitt að finna einhvern hérna sem fílar fótbolta. Málið er að það er leikur í kvöld sem mig langar mikið að sjá en það er ekki séns að ég fái að horfa á hann hérna heima því fólkið hérna bókstaflega hatar fótbolta...og já, ég hef reynt án árángurs að fá einhvern með mér á írska barinn hérna við hliðiná til að horfa á leikinn, en það bara virðist ekki vera að ganga. Kommon segi ég nú bara....Liverpool vs. Barca! Ohhhh.

Var alls ekki að fíla fótbolta fyrren ég fór út til UK. Þá bara hreinlega kemst maður ekki hjá því að fíla EKKI fótbolta, og ég komst að því að það er bara helvíti gaman að horfa á menn í stuttbuxum sparka bolta hehe, sérstaklega þegar þeir skora og fara úr að ofan :)


ps. mamma ef þú lest þetta, geturðu ekki reddað stefnumóti fyrir mig með einhverjum sætum fótboltastrák í sumar þegar ég kem heim? ....og já eldað brauðsúpu ( er mikið búin að vera að hugsa og tala um brauðsúpu undanfarið, en það trúir mér enginn að soðið brauð sé gott!, skil ekkert í þeim! ) Þú ert best!!!!


Jæja, sakna ykkar allra annars hrikalega....og skil ekkert í því að ég fái ekki fleiri heimsóknir. þið eruð lélegir aðdáendur!


...já og meðfylgjandi myndir eru af mér og Maríu góðvinkonu og svo af hinni stórkostlegu borg þar sem hin eina sanna ÉG á heima :)