domingo, 27 de mayo de 2007

djös helv andsk

Hverjum öðrum en valenciabúum dettur í HUG að fara að sprengja flugelda klukkan 1 að nóttu á sunnudegi????????? Ekki nóg með það heldur þarf helvítis flugeldasýningin að vera í rúmlega hálftíma í það minnsta svo það er ekki nokkur leið að ná að sofna.

Er ógeðslega pirruð á þessu.

Ég hef sagt það áður og segi það enn að þegar þriðja heimstyrjöldin kemur þá mun fólk hérna ekki hafa hugmynd um að stríðið sé byrjað heldur halda að þetta sé enn önnur flugeldasýngin, og já flugeldarnir hérna eru eins og það sé komin styrjöld.

Lilja myglaða sem langar að reyna að sofna!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

martes, 22 de mayo de 2007

grímupartí

Við héldum þetta líka svaka partí á laugardaginn og buðum fullt af fólki.
Svaka gaman þó svo að nærri helmingurinn hafi ekki mætt í búning því miður. Ég og Marcos bættum það upp með okkar búningum en ég var kínverji og hann geisha. Rosa flott saman.



Annars ekki meira að frétta í bili, er búin að vera hrikalega löt að blogga undanfarið...

sjáumst :)


domingo, 13 de mayo de 2007

Examen de la historia de la arquitectura my assssssssssssss!



Djöfulli finnst mér saga arkítektúrsins helvíti leiðinleg...og já sérstaklega þegar ég þarf að læra um spænsku barokkó hreyfinguna fyrir ritgerðarpróf á morgun. Já, ég gef bara prump í barokkó...finnst það ljótt og leiðinlegt og fyrir gamla kalla og hananú!

Annars voru mér boðnir gerlar í dag, til gefins og allt. Ég er alltaf svo heppin! Jú það vill nú svo til að hann José flatmate er á fullu í jógúrtræktun þessa dagana og er með einhverja jógúrtgerla í lokuðum dalli í ísskápnum. Hann var svo góðviljaður að bjóða mér af þessum munaði og hefja mína eigin ræktun. Ég afþakkaði vegna áhugaleysis. Ég held ég fari bara frekar út í búð að kaupa mér jógúrt ef mig langar í.

Það verður grímupartí hérna um næstu helgi, allir að fagna brottför Paulu! Er að spá í að vera kínverskur kall með sítt yfirvaraskegg, loðnar gráar augabrúnir og staf. Er komin með kínahatt og veit hvar ég get keypt mér staf úr bambus fyrir 3 evrur en núna vantar mig hins vegar yfirvaraskegg og augabrúnir, get ekki alveg sagt að svoleiðis munaður finnist á hverju strái hérna svo ég er komin í smávegis krísu hérna, einhverjar snilldartillögur snillingarnir mínir?

bæti við nokkrum ó svo fögrum myndum af hinni ó svo fögru sjálfri mér:

lunes, 7 de mayo de 2007

Y esoooo!

Marcos er gjörsamlega búinn að eyðileggja spænskuna mína! Hann er nefnilega með þann heimskulega kæk að bæta -s-i aftan við hvert einasta orð svo það virkar eins og allt sé í fleirtölu hjá honum. Nema hvað að ég var í tíma um daginn og fór upp úr þurru að tala svona án þess að taka einu sinni eftir því sjálf. Fólkið sem er með mér í bekk hugsar örugglega að aumingja íslenskan stelpan hefur ekki glóru um spænsku því þau fáu skipti sem ég byrja að tala í tíma er ég allt í einu farin að tala kolvitlaust. Það er nú samt í rauninni frekar fyndið.


Yfir í önnur mál. Valla Sevilluskvísa kom í heimsókn um helgina og það var æðislegt að sjá hana aðeins aftur því þó ég sé sú allhrikalegasta manneskja til að halda sambandi við alla þá finnst mér alltaf jafn gott að sjá hana. Hún gisti hjá Siggu og saman fórum við á ströndina, smá út á lífið og svo út að borða ( þó svo að við höfum endað á að fara á ljótan tapas stað í staðinn fyrir flottan paellu stað...en so what! ) Hafðu það yndislegt sæta!

Var reyndar frekar fyndið, á föstudaginn fórum við allt í einu að tala um eina æskuvinkonu hennar sem heitir Dagmar sem eignaðist stelpu fyrir ári síðan, og vill svo til að vann með mér á Fosshótel Lind þegar ég var 15 ára. Kom í ljós að Sigga veit líka hver hún er síðan úr MH. Datt mér þá ekki í hug að senda Dagmari sms ( hef nota bene ekki talað við hana í mööörg ár ); Hæ Dagmar, er með Völlu æskuvinkonu þinni og Siggu sem veit hver þú ert. Til hamingju með litlu prinsessuna. Lilja ( sem vann með þér fyrir 9 árum ). Hversu steiktur er maður?? Þarf náttúrulega ekki að taka það fram að þetta var eftir nokkra bjóra og nokkur glös af sangríu hehe.


Annars ætla ég að kynna fyrir ykkur nýja kærastann minn. Hann heitir Kelly Slater og hér eru myndir af honum:


Ekki sætur??


Bæti við nokkrum myndum líka ,meðal annars af mér og yndinu honum Marcosi, Siggu og bla bla.


Ciaos!