lunes, 7 de mayo de 2007

Y esoooo!

Marcos er gjörsamlega búinn að eyðileggja spænskuna mína! Hann er nefnilega með þann heimskulega kæk að bæta -s-i aftan við hvert einasta orð svo það virkar eins og allt sé í fleirtölu hjá honum. Nema hvað að ég var í tíma um daginn og fór upp úr þurru að tala svona án þess að taka einu sinni eftir því sjálf. Fólkið sem er með mér í bekk hugsar örugglega að aumingja íslenskan stelpan hefur ekki glóru um spænsku því þau fáu skipti sem ég byrja að tala í tíma er ég allt í einu farin að tala kolvitlaust. Það er nú samt í rauninni frekar fyndið.


Yfir í önnur mál. Valla Sevilluskvísa kom í heimsókn um helgina og það var æðislegt að sjá hana aðeins aftur því þó ég sé sú allhrikalegasta manneskja til að halda sambandi við alla þá finnst mér alltaf jafn gott að sjá hana. Hún gisti hjá Siggu og saman fórum við á ströndina, smá út á lífið og svo út að borða ( þó svo að við höfum endað á að fara á ljótan tapas stað í staðinn fyrir flottan paellu stað...en so what! ) Hafðu það yndislegt sæta!

Var reyndar frekar fyndið, á föstudaginn fórum við allt í einu að tala um eina æskuvinkonu hennar sem heitir Dagmar sem eignaðist stelpu fyrir ári síðan, og vill svo til að vann með mér á Fosshótel Lind þegar ég var 15 ára. Kom í ljós að Sigga veit líka hver hún er síðan úr MH. Datt mér þá ekki í hug að senda Dagmari sms ( hef nota bene ekki talað við hana í mööörg ár ); Hæ Dagmar, er með Völlu æskuvinkonu þinni og Siggu sem veit hver þú ert. Til hamingju með litlu prinsessuna. Lilja ( sem vann með þér fyrir 9 árum ). Hversu steiktur er maður?? Þarf náttúrulega ekki að taka það fram að þetta var eftir nokkra bjóra og nokkur glös af sangríu hehe.


Annars ætla ég að kynna fyrir ykkur nýja kærastann minn. Hann heitir Kelly Slater og hér eru myndir af honum:


Ekki sætur??


Bæti við nokkrum myndum líka ,meðal annars af mér og yndinu honum Marcosi, Siggu og bla bla.


Ciaos!

3 comentarios:

Anónimo dijo...

Takk fyrir yyyyndislega helgi, brjálada sjóferd, snilldar matarbod, trylltan stóladans o.s.frv. rúsínurófan mín. Svooo sátt med ad hitta ykkur aftur.
En kannastu nokkud vid tetta?:
"Y Sevilla, Sevilla, Sevilla
aquí estamos contigo Sevilla...

Lolololololololoololo..." :)

Feitur koss til tín sætulína :*
xxx Vallster

(Hvar fannstu annars tennan gaur? Í fyrir og eftir ljósastofuauglýsingu?)

Anónimo dijo...

Fínn nýi kæró. Kemur hann til Íslands eða verður hann bissí á brimbretti? Annars finnst mér annar bla-inn dáldið sætur. Hver er það?

Ástarkveðja frá mygluðustu manneskju Íslands sem ætlar aldrei aftur að setja súkkulaði og kók inn fyrir sínar varir eftir 15.maí!

Anónimo dijo...

Nýji kæró er voðalega bissí alltaf á brimbrettinu sínu svo ég held þú verðir bara að koma hingað til að hitta hann...sorry.
Bla bla-arnir eru þeir Victor og Miguel. Hver finnst þér sætari, sá sem er á minni vinstri hönd er núna að deita Paulu...voða skemmtilegur strákur sem finnst bjór góður svo 20 stig fyrir hann. Hinn er með ljótan hring í nefinu en gefur ágætis baknudd, annars ekkert varið í hann að mínu áliti.

Elsku sætasta Valla, það var alveg frábært að sjá þig aftur og fá að djamma soldið með þér...og jú baða mig í sjónum með þér, þvílíkur munaður :)
Kiss kiss