martes, 6 de marzo de 2007

úlpan mín



man einhver eftir gamla fóstbræðra smellinum "úlpan mín" ? Nú það vildi svo til að ég var að reyna að sofna um daginn og var með þetta yndislega lag á heilanum. það eina er að það er ekki svo mikil laglína, allavega ekki svo ég muni eftir. Á endanum var þetta að verða frekar pirrandi eiginlega.


Annars er bara allt hið fínasta að frétta héðan, er búin að kynnast ferlega skemmtilegum strákum, svona djammfélögum dauðans, og það sem meira er...þeir eru eðlilegir, vitið ekki hvað það er erfitt að kynnast eðlilegu fólki hérna! Gaman að því. Um daginn voru þeir að spyrja mig og siggu um svona tíbískan íslenskan mat og ég ákvað að segja þeim frá hrútspungum. Málið er að maður getur sagt "huevos" um punga, sem þýðir bókstaflega egg. Jæja, ég sagði semsagt að svona tradicional íslenskur matur væri hrúts-"huevos". Mér fanst þetta mjög eðlilega sagt en var ekki alveg að skilja af hverju allt í einu þeir sprungu allir saman úr hlátri og spurðu mig hvað væri eiginlega að gerast þarna lengst í norðri, hvort það hefði sprungið einhver kjarnorkusprengja svo núna verptu kindur eggjum. hahaha. Fattaði þetta á endanum og útskýrði fyrir þeim að þetta væri nú ekki alveg svo gott heldur borðuðum við PUNGANA á hrútunum...breyttist þá svipurinn á þeim örlítið.

Vorum eitthvað búin að tala um hafa matarboð þar sem við íslensku stelpurnar elduðum tíbískan íslenskan mat en á endanum held ég að þeir hafi frekar viljað að við elduðum bara mexíkanskan eða eitthvað í staðinn.


Er annars búið að vera soldið erfitt að finna einhvern hérna sem fílar fótbolta. Málið er að það er leikur í kvöld sem mig langar mikið að sjá en það er ekki séns að ég fái að horfa á hann hérna heima því fólkið hérna bókstaflega hatar fótbolta...og já, ég hef reynt án árángurs að fá einhvern með mér á írska barinn hérna við hliðiná til að horfa á leikinn, en það bara virðist ekki vera að ganga. Kommon segi ég nú bara....Liverpool vs. Barca! Ohhhh.

Var alls ekki að fíla fótbolta fyrren ég fór út til UK. Þá bara hreinlega kemst maður ekki hjá því að fíla EKKI fótbolta, og ég komst að því að það er bara helvíti gaman að horfa á menn í stuttbuxum sparka bolta hehe, sérstaklega þegar þeir skora og fara úr að ofan :)


ps. mamma ef þú lest þetta, geturðu ekki reddað stefnumóti fyrir mig með einhverjum sætum fótboltastrák í sumar þegar ég kem heim? ....og já eldað brauðsúpu ( er mikið búin að vera að hugsa og tala um brauðsúpu undanfarið, en það trúir mér enginn að soðið brauð sé gott!, skil ekkert í þeim! ) Þú ert best!!!!


Jæja, sakna ykkar allra annars hrikalega....og skil ekkert í því að ég fái ekki fleiri heimsóknir. þið eruð lélegir aðdáendur!


...já og meðfylgjandi myndir eru af mér og Maríu góðvinkonu og svo af hinni stórkostlegu borg þar sem hin eina sanna ÉG á heima :)

5 comentarios:

Anónimo dijo...

Ég á nú erfitt með að trúa því að þú sért heitur fótboltafan! Ég ætla að heimsækja þig næsta vetur (vonandi) og þá förum við á írskan bar :) Annars er röðin komin að þér að senda bréf. Er að fara í próf á morgun og leiðist mjög so if you will..

Gettu hver.

Anónimo dijo...

Ég segi ad vid holdum síbúid íslenskt thorrablót of hofum rútspunga, hvalkjot og allt hitt ógedid!! Vaeri gaman ad sjá hvernig spanjólarnir vaeru ad fýla that hehe ;)

Lilja Hrönn dijo...

hahaha...já væri það ekki fyndið, allir gestirnir ælandi inni á baði meðan við verðum í hláturskasti :) Líst vel á þetta!

Anónimo dijo...

hæ...man nú ekkert eftir þessu lagi! þið ættuð að gefa þeim pulsur...það eru sko þjóðarréttur íslendinga!
gjöf handa kerry já - líst vel á að við sláum saman...ef að þú sérð eitthvað sætt úti í búið hand þeim..myndir eða eitthvað þá endilega keyptu og ég borga þér svo...var búin að hugsa mér að kaupa fyrir ca 50 pund sko en man ekki hvort að þau voru með óskalista um inneign í einhverri búðinni...þurfum að skoða það..e-mailaðu mér á siggaharpa@hotmail.com xx

Lilja Hrönn dijo...

Okei flott er, líst vel á þetta!
Seeya in 2 weeks ! :)