lunes, 26 de febrero de 2007

espanish gossip


Spánverjar eru rosalega veikir fyrir slúðri! Ég hef aldrei séð það nema hérna að það séu þættir sem fjalla bara um slúður fræga fólksins ALLAN daginn. Þetta eru semsagt bara eins og venjulegar fréttir nema hvað að það er bara fjallað um fræga fólkið og hvað það sé að gera af sér. Það sem meira er, er að stundum er eitthvað fólk sett í lygamæli og það er spurt spjörunum úr...svo eru einhverjir spekúlantar þarna líka sem gagnrýna stjörnurnar og enda herlegheitin yfirleitt með rifrildum. Hvað er samt málið?? Mér finnst þetta frekar fáránlegt eiginlega. Einhver gömul sígauna flamenco söngkona sem hélt framhjá fyrir 30 árum og hvaða máli skiptir það?? Æ fáránlegt bara...mér finnst þetta svo hallærislegt eitthvað.


Annars er ég að skána smám saman, er allavega byrjuð að fara í skólann aftur og núna er nóg að gera til að ná upp þessari viku sem ég missti af í veikindunum. Er samt enn með smá hósta og gamla góða kvefið.


Gaman gaman...mig langar svo að fara að kaupa mér myndavél en ég er samt löt að fara að leita að einhverjum tilboðum o.s.frv. plús það að ég hef ekki græna glóru um hvað ég eigi að kaupa, pixelhvaað?? segi ég nú bara.


Jeje, hafið það gott gott og farið nú að koma í heimsókn til mín, er að verða einmana hérna í suðrinu...langar í smá ísland!

7 comentarios:

Anónimo dijo...

Hæ elsku dúllan mín! En óheppin að hafa fengið flensuna. Það eru líka allir veikir hérna og maður bara krossar fingur að maður sleppi!

Takk fyrir boðið, langar fáránlega mikið að kíkja til þín en það verður samt að bíða aðeins betri tíma. Kannski næsta haust! Kemurðu ekkert heim um páskana?

Miss u wanna kiss u! :)

Anónimo dijo...

Hahaha já thessi sjónvarpthaettir eru alveg spes og alveg yndislega hallaerislegar eitthvad! Ekki myndi ég allavega vilja fara í lygapróf í beinni...úff!!
See ya!

Lilja Hrönn dijo...

nei, hugsa að ég komi ekki heim um páskana...er að fara í brúðkaup til UK til Kerry og Terry. En við munum nú allavega sjást eitthvað í sumar sweetheart.
Sigga: Já guð minn góður, yrði það ekki það versta að þurfa að játa á sig öll sín skuggalegustu leyndarmál.

Anónimo dijo...

...og það í beinni

Anónimo dijo...

Hæhæ, sorry hvað ég er búin að vera léleg að kommenta hjá þér skvísípæ!

Allt gott að frétta af skítkalda íslandi.
Slúður virðist vera samfléttað við kaþólska trú... allavega svona stundum.

Annars finnst mér það eiginlega fáránlegt hvað ég þekki alla stundum. Sigga nágranni þinn var bekkjarsystir mín í 4.bekk í verzló.. hahah

Lilja Hrönn dijo...

hahah...I know. Vorum einmitt búnar að fatta það og átti bara eftir að segja þér það, litla ísland :)

Anónimo dijo...

Kem út til London 26 mars og fer heim daginn eftir brúðkaupið!! líst vel á Old Bank dæmið xxx