martes, 20 de febrero de 2007

Lilja lasarus




haldiði að mín hafi ekki vaknað upp á föstudagsmorgunn fyrir skóla og byrjað daginn á að æla... ( en skemmtileg byrjun á færslu annars, og jú degi! ) þessari blessuðu ælu fylgdi almennur slappleiki, kvef, hálsbólga, beinverkir, hiti, verkir í eyrum; semsagt FLENSA!!!! Þegar konan sem á húsið kom í heimsókn skömmu síðar og fór að spjalla við mig þá fór ég allt í einu að háskæla og gat engan vegin stöðvað mig....frekar vandræðalegt, sérstaklega þar sem ég þekki hana ekkert svo mikið. Þið vitið nú hvernig þetta er, þegar maður er svona lasinn vill maður bara hafa mömmu sína hjá sér að hjúkra manni. Í staðinn fékk ég knús frá "my landlord" og klapp á kollinn.

Síðan á föstudaginn hef ég semesagt legið í sófanum eins og slytti og ekki gert rassgat, hin mesta þrekraun að reisa mig upp til að fá mér vatnssopa og ég var svo slungin að biðja einn félaga minn um að færa mér tölvuna til að hafa allavega eitthvað til að gera á meðan ég er ein hérna.

Ég var búin að gleyma hvað það er ógeðslega leiðinlegt að vera lasinn...þetta er mesti viðbjóður maður! Maður er snýtandi sér í kílóatali og svitnandi eins og svín...já bara bull og vitleysa og ekkert annað. Ætti að leggja þessar flensur niður og banna með öllu finnst mér!


Þess vegna er nákvæmlega ekki neitt að frétta af mér, vegna þess að ég hef bara gert nákvæmlega ekki neitt hérna á spáníá.


Reyndar var frekar fyndið í gær, ég og Paula héldum að við værum einar heima fyrren paula ætlar á klósettið og þá er það læst. Við vitum náttúrulega ekkert hver er, sérstaklega því að við vorum búnar að vera inni í stofu í rúmlega klukkutíma og við hefðum tekið eftir öllum klósettferðum sambýlinga okkar. Nema hvað, að hálftíma seinna kemur Manuel út...með vinkonu sinni sem er í heimsókn hérna í augnablikinu. Maður spyr sig hvað hafi verið að gerast inni á baði. Sussubía, ólifnaðurinn hérna á þessu heimili!


Jæja...veit ekki hvað ég ætla að fara að gera núna, þar sem ég er búin með allar bækur sem ég á hérna, var að klára draumar á jörðu með Einari Má Guðmundsyni og líka Englar alheimsins...flottar bækur, liggur við að maður fái smá heimþrá!


4 comentarios:

Anónimo dijo...

dúllan mín eina
oj oj oj..
þessi flensa er allstaðar! skólahald og allt í volli hérna á skerinu vegna flensunnar! Vinkona mín var í fyrri nótt með "Golden Circle" (fyrir ykkur sem ekki vita þá er golden circle þegar maður situr á klósettinu og ælir og skítur í sama mund!(Gullfoss og geysir!) ekki myndi ég borga mig í svoleiðis ferð! en jæja - vona að þið hafið ekki að verið að lesa þetta í matarhléinu ykkar og hafið hér með misst matarlystina - er ekki frá því að ég hafi gert það sjálf með þessarri óþverralýsingu. SOZ En já, vonandi batnar þér sem fyrst mín kæra og ég vona að ég sleppi í þetta sinn! luv u

Lilja Hrönn dijo...

hahaha, djö er ég glöð að ég hafi misst af golden circle!

Anónimo dijo...

Hey frænka, þú verður að fá þér myspace!

Lilja Hrönn dijo...

hvað er að gerast á myspace?