jueves, 19 de abril de 2007

Andalú!

Jæja ætli maður hafi ekki skellt sér til Andalúsíu um daginn með 3 fögrum meyjum ( þó að sjálfsögðu ekki eins fögrum og mér hehe ), við fórum til Granada, Cordóba og Sevilla. Mjög gaman og í öllum borgunum hitti ég gamla vini sem var að sjálfsögðu enn skemmtilegra. Ég fagnaði svo hinum yndislega afmælisdegi í góðra vina hópi í Cordoba þar sem ég hitti hana Chris, sem ég hef ekki séð í 2 ár! Daginn eftir fórum við svo til Sevilla þar sem við hittum hina yndislegu Völlu, sem ég hef heldur ekki séð í heil 2 ár! Ótrúlegt hvað tíminn flýgur annars.

Anyways...frábært ferðalag, þósvo að mörgum stundum hafi verið eytt í rútu eða lest.
Látum myndirnar tala í þetta skiptið:


2 comentarios:

Anónimo dijo...

Jæja góða! Hérmeð ætla ég að kæra þig fyrir myndastuld!;)
Þó að þú þekkir einhvern í hverri borg þá er náttla lang merkilegast að við höfum hitt hana Björk ...hver hefði trúað því!!
Ja hérna hér!
See ya!!!

Anónimo dijo...

hahahaha, já það er nú svona að vera fátækur námsmaður og geta ekki keypt sér myndavél sorry stína!
Já annars alveg stórmerkilegt að við höfum "hitt" hana Björk...hvern skyldi hafa grunað!