lunes, 26 de marzo de 2007

Sutton SM1 2SB






Er að fara til London í vikunni, get ekki beðið! Kerry og Terry eru að fara að gifta sig í einhverjum kastala f utan borgina og svo á sunnudaginn vill svo til að addi bró verður þarna eftir ferðalagið sitt til nepal svo við munum líklega halda hið árlega reunion með miklum fögnuði. Talaði við Önnu vinkonu í dag og ég má fá að gista hjá þeim svo það verður voða gott, fæ að gista við hliðina á honum Jóni Antoni krúttmaga!






Annars bara allt fínt héðan, nokkuð rólegt eiginlega bara. Er reyndar að verða nokkuð pirruð á einni stelpunni sem ég bý með. Hún er tvítug frá Þýskalandi og er mesta subba sem ég hef nokkurn tíma séð. í gær var hún að þvo á sér fæturnar í baðherbergisvasknum! og labbaði svo um alla íbúð án þess að þurrka sér. Eg er samt svo mikill auli að ég þori aldrei að segja neitt. Svo um daginn opnaði ég ísskápinn og þá var einhver búinn að setja inn óhreinan disk þar, skil ekki í svona. Allavega, kærastinn hennar er frá Túnis sem er ekki frásögu færandi nema hvað að hann var í heimsókn núna í vikunni ( fór í dag ) og stúlkan tók upp á því að setja upp blæju (af trúarlegum ástæðum (þó svo að í Túnis er bannað með lögum að vera með slæðu og hvorki mamma hans né systur gangi með slæðu)) hún er semsagt búin að skipta um trú útaf honum, og vill ekki vekja upp löngum hjá öðrum karlmönnum. Hún heldur því fram að Islam hafi bjargað lífi sínu því í kristni og í vestrænu samfélagi líðist allt of mikið af ósiðum og hún hreinlega kýs frekar að vera múhameðstrúar. Mér finnst það flott ef þú ert búinn að kynna þér trúnna vel og vandlega og ákveður að skipta um trú af þínum EIGIN ástæðum, en mér finnst það soldið ýkt að fara að vera með blæju, sérstaklega þar sem við erum enn í evrópu og það eru ekki það margir sem eru með blæju hérna.



Allavega, það eru mikil vandamál í sambandinu hjá þeim þar sem hann getur ekki kynnt hana fyrir foreldrum sínum sem verðandi eiginkonu þar sem hún er ekki lengur hrein mey! Já, og hún er að spá í að hætta í vinnunni sinni hérna vegna þess að hún getur ekki gengið í vinnuna og þarf að fá far með einum vinnufélaga sínum ( sem er karlmaður ) og það hreinlega gengur ekki, því kærastinn er svo afbrýðisamur. Eins bað hún alla strákana hérna um að snerta sig ekki meðan kærastinn væri í heimsókn vegna þess að hann gæti haldið að það væri eitthvað á milli þeirra.



Ég er svo yfir mig bit á þessu öllu saman að ég bara á ekki orð. Verst er samt hvað hún er ógeðslega mikil subba og ótrúlega ótillitssöm í sambúð.



Það var samt soldið fyndið í gær að þegar ég var að fara út var ég í soldið fleginni skyrtu og ég fékk þetta líka svaka augnaráð frá henni.Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég niður í bæ með henni og Siggu og hún var endalaust að tala um að allar búðir nú til dags selja bara "hóruföt". Ótrúlegt!






Aumingja mamma getur varla sofið útaf þessu og vill að ég hafi samband við mömmu hennar, veit samt ekki alveg hvernig ég á að fara að því vegna þess að hún býr einhversstaðar í Berlín.



Greyið dreymdi í nótt að ég væri byrjuð að ganga með slæðu haha!






Annars var mér boðið á klassíska tónleika í gær í óperunni af honum Manúel. Spiluðu meðal annars verk eftir Debussy sem ég hef spilað sjálf, og er einn af mínum uppáhalds tónskáldum. Þetta voru mjög vel heppnaðir tónleikar í einu af flottasta óperuhúsi Evrópu svo ég var alls ekki ósátt.






Jæja, ætla að fara að þvo þvott fyrir ferðalagið mitt framundan....hlakka svo til !

6 comentarios:

Anónimo dijo...

Guð hvað þetta er sorglegt með þessa stelpu! Er hún búin að taka niður blæjuna eftir að kærastinn er farinn?

Anónimo dijo...

Ég vorkenni þessari stelpu lítið. Hún er bara svona vitlaus og undirgefin... vona bara að hún átti sig fyrr en seinna hvað þetta er hallærislegt, vitlaust og RANGT!

Allavega, ég kem hérna inn reglulega en er bara lööööt að skilja eftir mig skilaboð. :)

Hey og já, farðu bara ein að horfa á fótboltaleiki ef enginn nennir með þér. Það er alltaf gott að sötra Guinnes yfir leik. Svo byrjar pottþétt eitthvað fókl að tala við þig!

BESOTES :*

Lilja Hrönn dijo...

já það er eiginlega satt hjá þér birgitta mín, er soldið steikt og já heimskt að fara að vera með slæðu útaf því að kærastinn þinn segir þér það.

En já, mér líst ágætlega á það að fara bara ein fyrst allir eru svona latir að fara með mér á pubbinn að horfa á flotta menn sparka bolta og drekka bjór.

Ragga dijo...

Mér finnst fyndin tilhugsun að þú hafir verið í flegnum bol á meðan gellan var með blæjuna. Meira svona, Lilja!
Góða skemmtun í London sæta! Er náttúrlega alltaf að bíða eftir bréfi... :)

Anónimo dijo...

Hellú! tóra úr spaenskunni hérna! man ekki hvort ég var búin ad kommenta hjá tér, les allavega alltaf bloggid titt :) (stalker..!) Fyndid ad tid Sigga hafid fundid hvor adra haha!! Hafdu tad gott á España!!! Kvedjur frá Mexíco lindo!

Anónimo dijo...

Ef hún myndi vita eitthvad um trúnna aetti hún ad vita ad setja upp blaeju er ekki gert af vilja fólksins, mjög röng og fáránleg hugmynd sú!

Verdum svo ad fara ad hittast, veist ad ég er ad fara ad flytja í nýja íbúd, naer midbaenum (Torres de Quart) ;)

Kv. Erla María :)