jueves, 5 de abril de 2007

back from London



Guð hvað það var ógó gaman að fara til UK aftur og hitta alla, og já ég hitti bókstaflega alla...meira að segja Adda bró sem var að koma úr ferðalagi frá Nepal.

Fór semsagt í brúðkaup til Kerry og Terry á laugardeginum og það var ekkert smá flott...var með tárin í augunum alla athöfnina vegna þess að þetta var einfaldlega svo fallegt. Stutt athöfn og svo héldu þau bæði stutta ræðu sem hreinlega fór alveg með mig og mína grátkirtla. Skildi aldrei í öllum konunum sem grenja í brúðkaupum en ójá ég er sko orðin ein af þeim konum...and there´s no turning back hoho.

Í veislunni var svo líka þetta svaka partí og ég náði að dansa af mér fæturnar með öllu skemmtilega fólkinu...ohh hvað þetta var gaman. Heyrði reyndar af því seinna að það hafi verið slagsmál ( eins og gengur nú og gerist )í gangi en ég missti einhvernvegin af því...

Sigga sæta færði mér svo ÍSLENSKT páskaegg. Milljón thanks elskan mín!!! Þú ert æði. Ætla svo að njóta þess með góðu mjólkurglasi!
Hlakka svo til að koma heim annars í sumar til að knúsa alla sætu vini mína og fjölskyldu almennilega og njóta bestu sumra heims á besta landi heims! ( djö er maður eitthvað sentimental! )

Náði svo að hitta hann sæta bróður minn Adda í nokkra klukkutíma áður en hann fór í flugið heim til Íslands. Ekkert smá gaman að sjá hann aftur, leit rosa vel út strákurinn og greinilega hafði það voða gaman úti í Nepal í göngunni sinni. Sýndi mér ekkert smá ógeðslega flottar myndir af landslaginu þarna. Og svo færði hann mér rosa flott sjal frá Nepal...þvílíkt flott. Verst að það er svo flott að ég mun líklega ekki tíma að nota það neitt. En anyways...
Var soldið erfitt að kveðja alla aftur...en ég lofaði heimsókn fljótlega aftur, væri gaman að skreppa í sumar með öllum á pubbinn.
Jú og svo ætla ég pottþétt til Brighton í heimsókn til hans fallega fallega Shane rúmfélaga sem er hreinlega að meika það þarna úti...þarf bara að drífa sig í að finna fallega menn handa okkur báðum hehehe!



Jæja meira er það nú ekki í bili....því miður á ég ekki myndavél í augnablikinu svo ég get ekki sett inn myndir frá ferðinni minni but hey!


Sjáumst folks!

9 comentarios:

Anónimo dijo...

hæææ lilja min :D vá hvað ég væri til í að fara til london á skrallið :D miss old times. Fór þangað í janúar í heimsókn og var heavy gaman. var reyndar að passa nokkra daga en ég og bróðir minn náðum að versla og hafa gaman. En hafðu það rosalega gott útá spáni í sólinni ;) hehe

Lilja Hrönn dijo...

iss piss...hér er sko engin sól, bara rigning. Og mig sem langaði svo að verða brún :(

Anónimo dijo...

Til hamingju með afmælið elsku hnoðrinn minn! Sakna þín rosa mikið!

Lilja, rúmfélagi er ekki orð! Hélt fyrst að þú værir að tala um bólfélaga en skildist svo við frekari lestur að Shane er hommi. Hefði s.s. getað giskað á það þar sem það eru bara hommar í Brighton (næstum því).

Knús og kossar til þín og vonandi hefurðu það súpergott!

Anónimo dijo...

Til hamingju með afmælið hnoðri!

Hafðu það gott

BESOS

Anónimo dijo...

Til hamingju med daginn :* Family Farley

Anónimo dijo...

hæhæ Lilja mín!
Langaði bara að óska þér til hamingju með daginn um daginn ;) Vona að þú hafir átt góðan dag, fengið skúffuköku, kerti og pakka :D

kv. Ingibjörg litla

Anónimo dijo...

Takk takk dúllurnar mínar allar saman...fagnaði deginum í góðra vina hóp í Cordóba en þó ekki með kertum og skúffuköku.

Paz, Lilja

Anónimo dijo...

Vá hvað ég er eitthvað sein að muna :/
Til hamingju með afmælið Lilja mín, gott að þú hafðir það gott á afmælisdaginn!! :)

Anónimo dijo...

ég er hræðileg...mundi eftir afmælinu þínu en var að vinna og náði því ekki að senda þér skilaboð....og síðan barasta steingleymdi ég því...er með gold fish memory manstu!!! ferlegt...en ég vona að þú hafir átt geggjaðan afmælisdag og þakka aftur fyrir frábærar stundir í london á dögunum...luv, kisses and hugs! XX