lunes, 30 de abril de 2007

oh yeah baby!



Jæja, Victoria Beckham varaðu þig því hér kemur LILJA!!! Jú mikið rétt, hann Marcos klippti mig aftur og núna enn meira al estilo Vic Beck...eins og hann segir að sé svo gaaasalega in í dag. Maður þorir nú varla annað en að fylgja tískunni svo jæja, ég skellti til.

Keypti mér líka ný gleraugu um daginn þannig að mín er bara voða fín. Þegar ég setti upp gleraugun í fyrsta skiptið sá ég svo allt í einu svona líka miklu betur svo það var greinilega kominn tími til :)


Annars erum við að byrja að hanna bar í skólanum. Við þurftum að mæla upp innganginn að skólanum og nokkrar skólastofur því það verður semsagt "plantan" af barnum. Þetta verk tók engan smá tíma því það þarf að mæla ALLT, semsagt frá einu horni í annað ( til að sjá hvort veggirnir séu í 90° ), alla dyrakamra, dyragöt, þykkt á veggjum o.s.frv. Ég er að spá í að láta minn bar heita "Bar Barbara!", ekki kúl? Ekki að nafnið skipti miklu máli en þessi setning ("Bar Barbara Ara araba bara rabarbara?") er búin að vekja mikla athygli og núna eru meðleigjendur mínir alla daga að reyna að bera þetta fram og reyna að muna.


Þýska gellan farin, og guð minn almáttugur hvað það er gott. Hún var gjörsamlega að gera mig brjálaða...og ekki bara mig. Í dag semsagt var síðasti dagurinn hennar hérna því samkvæmt henni erum við öll vond, kom semsagt ein af konunum sem eiga húsið til að fá lyklana og svona og endaði þetta allt saman með þessu líka svaka rifrilidi. Kom semsagt í ljós að þýska er búin að vera að hringja um NÆTUR í þessa konu til að kvarta undan okkur hinum og baktala. Hún er ótrúleg!!! Um leið og hún fór breyttist andrúmsloftið og núna getur maður slakað aðeins á.


Ekki meira að frétta í bili...þið mættuð vera aðeins duglegri að kommenta hérna vinir kæru :)


Kossar og peace out!

9 comentarios:

Anónimo dijo...

hæ sætasta...snobbkryddið má bara vara sig sko...líklegast útaf þér að hún ákvað að flytja til usa...right? líst drulluvel á barnafnið...snilld...bar barbara ...bar bar bar a ...snilld
en hvernig væri nú að láta mynd fljóta með af undirritaðri með nýju klippinguna og gleraugun? by the way...hvenær kemurðu heim? vonandi geturðu skvísað inn einni heimsókn austur... en jæja...verð að spara kommenterin mín svo að ég geti skrifað meira seinna xxx

Anónimo dijo...

bar bar bara!

Anónimo dijo...

bara að stríða þér sko...bara ég...:)

Anónimo dijo...

jújú, mynd mun koma fljótlega...bíðið bara róleg

Anónimo dijo...

Þú ert voða fín og sæt með nýja hárið og gleraugun ;)

Anónimo dijo...

Já sammála, væri snilld að fá mynd!
Guð hvað ég fékk mikið flashback þegar ég las bararaba setninguna. Sá þig fyrir mér svoleiðis syngjandi mælska og svo mig stamandi að reyna að herma eftir þér. Manstu?

Anónimo dijo...

hehe, nei get nú því miður ekki sagt að ég muni eftir því, hvenær var það??
á svipuðu tímabili og við kysstumst í Þingaselinu hehe??

lills

Anónimo dijo...

Já einmitt! Þú vildir ekki hætta að fara með arabara ljóðið þitt þannig að ég bað þig að þegja og þá kysstumst við.

Nei djók. En hryllilega fyndið að við höfum kyst. Ég vona að þú verðir e-n tímann fræg og verðir spurð í viðtali um fyrsta kossinn.

Hvernig var hann?

Ertu nokkuð svona um kollinn?
http://bp2.blogger.com/_OZKsFJF4DSs/RjOhGTGI_FI/AAAAAAAABck/9zZU9QDcdv0/s1600-h/beck.jpg

Anónimo dijo...

hehe, já og þegar ég verð frægur milljónamæringur þá muntu sko vera fegin að við höfum kysst!!!

Í sambandi við myndina þá neeei, tók ekki alveg svo djúpt í árina...en hvur veit nema þetta verði næsta "inn" hjá honum Marcos.

Miss you!