lunes, 5 de noviembre de 2007

öööööö

æ ég er orðin svo léleg við þessa vitleysu...enda er líka orðið miklu auðveldara að hringja bara í mig ef þið viljið heyra eitthvað af mínu æsi spennandi lífi.

Í gær tók ég til og bakaði helling af gúmelaði...nú er samt ísskápurinn fullur af kornflexköku og bananabrauði og ekki mun ég borða þetta allt svo hver sem vill má koma í heimsókn ( með fyrirvara plís ) og bragða á góðgætinu. Tek það fram að útlitið skiptir ekki öllu máli þegar kítla á bragðlaukana.

Annars er ég komin í voða fína vinnu hjá Glitni...var að koma heim bara fyrir stuttu og er ósköp lúin.



Hafið það gott lömbin mín!

viernes, 21 de septiembre de 2007

Ísland, Iceland, Islandia, Island, Islanda

Já, það er nú lítið annað hægt að segja nema að ég bara elska að vera komin heim. Er núna aðleita mér að vinnu og er að fara í atvinnuviðtal upp í KB eftir klukkutíma. Svaka spennó!
Annars lítið að frétta sko, mapa farin bara í sólina til Flórida og ég er ein í kotinu sem er ágætt.

Eyði annars mestum frítíma mínum ( sem er mikill þar sem ég er atvinnuleysingi ) núna í það að prjóna annars frekar misheppnaða og ljóta vettlinga. Mér finnst þetta samt rosa gaman þó að greyin séu hálf mislukkuð ef vægt er til orða tekið.

Ekki meira í bili, ekki nema þið viljið nákvæmnari lýsingar á vettlingunum...

sábado, 18 de agosto de 2007

Svona er lífið stundum skrýtið...



Já, margt búið að ske síðan ég kom heim í byrjun mánaðarins, BASICALLY bara það að ég ákvað að flytja heim frá Spáni...já og hreinlega bara gerast íslendingur aftur, rækta vinaböndin og lifa lífinu án þess að vera að kafna úr hita og í eilífum svefnörðugleikum, poppandi róandi pillur útaf stressi enda kannski kominn tími til.

Veit ekki alveg hvað ég á að segja samt, smá hnekkir á egóinu og svoleiðis þannig að "be nice to Lilja".


Meira var það nú kannski ekki í bili...


Ætla að fegra og hressa þessa færslu eilítið með einhverjum gömlum myndgörmum.
ble

miércoles, 25 de julio de 2007

Er hann alveg galinn?? (aumingja smalinn )


Já, eitthvað hefur það virst erfitt að koma út öllu teinu sem ég á upp í skáp. Þetta er nú orðinn meiri hausverkurinn, ég er farin að drekka te í tíma og ótíma til að minnka skápapláss og ég er orðin afskaplega dugleg að bjóða te við öll tilefni ( sbr í dag við ítalina: "æ frábært, prentarinn ykkar er farinn að virka aftur...viljiði ekki te?? ). Jæja, en hvað um það.

Maður er farinn að taka eftir dauðum fuglum ( og ROTTUM oj bara! ) hist og her um borgina. Dauðaorsök: HITINN. Já, það lítur út fyrir það að dýrin hérna séu ekki að meika þennan hita svo þau gefa upp öndina vesalingarnir. Sjálfur er maður að kvarta, en maður hefur það í rauninni nokkuð gott því að minnsta kosti getur maður sett á loftkælinguna stundum...ég myndi nú alls ekki vilja vera lítill fugl í Valencia þennan mánuðinn ( eða kannski bara yfirhöfuð ).
Annars eru Barcelonabúar ekki svo heppnir því nú eru yfir 10.000 manns í þeim bænum búnir að vera rafmagnslausir í yfir 2 daga. Greyið gamla fólkið er ekkert yfirmáta sátt, skiljanlega!

Nú, og svo er mín bara að fara að koma heim á föstudaginn. Mikið er ég nú farin að hlakka til!
Á morgun skila ég semsagt inn öllum verkefnunum ( og byrja að krossa putta ) og svo er maður bara búinn með 1. árið í INNANHÚSSHÖNNUN. Frábært mál...ef maður nær öllu.
Er núna reyndar að glíma við nokkuð "mindboggling" teikningu sem við þurfum að skila inn, jú hún samanstendur af litlum kössum sem mynda göng og leikur á augað því þú sérð 2 víddir í einni. Ég er nú sem betur fer ekki sú eina, en ég mun líklega sitja yfir þessu í nótt. Jæja, get nú víst ekki kvartað mikið þar sem þetta fer aaaaalveg að taka enda.

Mér sýnist annars að mínir heittelskuðu kommentarar séu bara komnir í sumarfrí, djöfulsins letingjar. Allir nema hún Sigga heittelskaða sem fær 10 rokkstig fyir vikið! Híjá ykkur hin...þið megið alveg taka þetta til ykkar.

Jæja, farin að teikna göngin ómögulegu...
þeir sem vilja panta tíma með Lilju í ágúst endilega hafa samband í síma 6949880. Tímapantanir byrja klukkan 22.30 á föstudaginn.

Er hann alveg galinn?? ( aumingja smalinn )

Já, eitthvað hefur það virst erfitt að koma út öllu teinu sem ég á upp í skáp. Þetta er nú orðinn meiri hausverkurinn, ég er farin að drekka te í tíma og ótíma til að minnka skápapláss og ég er orðin afskaplega dugleg að bjóða te við öll tilefni ( sbr í dag við ítalina: "æ frábært, prentarinn ykkar er farinn að virka aftur...viljiði ekki te?? ). Jæja, en hvað um það.

Maður er farinn að taka eftir dauðum fuglum ( og ROTTUM oj bara! ) hist og her um borgina. Dauðaorsök: HITINN. Já, það lítur út fyrir það að dýrin hérna séu ekki að meika þennan hita svo þau gefa upp öndina vesalingarnir. Sjálfur er maður að kvarta, en maður hefur það í rauninni nokkuð gott því að minnsta kosti getur maður sett á loftkælinguna stundum...ég myndi nú alls ekki vilja vera lítill fugl í Valencia þennan mánuðinn ( eða kannski bara yfirhöfuð ).
Annars eru Barcelonabúar ekki svo heppnir því nú eru yfir 10.000 manns í þeim bænum búnir að vera rafmagnslausir í yfir 2 daga. Greyið gamla fólkið er ekkert yfirmáta sátt, skiljanlega!

Nú, og svo er mín bara að fara að koma heim á föstudaginn. Mikið er ég nú farin að hlakka til!
Á morgun skila ég semsagt inn öllum verkefnunum ( og byrja að krossa putta ) og svo er maður bara búinn með 1. árið í INNANHÚSSHÖNNUN. Frábært mál...ef maður nær öllu.
Er núna reyndar að glíma við nokkuð "mindboggling" teikningu sem við þurfum að skila inn, jú hún samanstendur af litlum kössum sem mynda göng og leikur á augað því þú sérð 2 víddir í einni. Ég er nú sem betur fer ekki sú eina, en ég mun líklega sitja yfir þessu í nótt. Jæja, get nú víst ekki kvartað mikið þar sem þetta fer aaaaalveg að taka enda.

Mér sýnist annars að mínir heittelskuðu kommentarar séu bara komnir í sumarfrí, djöfulsins letingjar. Allir nema hún Sigga heittelskaða sem fær 10 rokkstig fyir vikið! Híjá ykkur hin...þið megið alveg taka þetta til ykkar.

Jæja, farin að teikna göngin ómögulegu...
þeir sem vilja panta tíma með Lilju í ágúst endilega hafa samband í síma 6949880. Tímapantanir byrja klukkan 22.30 á föstudaginn.

sábado, 21 de julio de 2007

Nú eru allir skápar farnir að fyllast...

hjá mér og af engu öðru en TEI. Ég skil sjálf ekkert í málinu en svo standa málin að fólk er farið að telja mig te-frík og núna fæ ég ekkert nema te frá vinum mínum.
Ekki spyrja mig annars...ég hef ekki hugmynd um af hverju. Hefði nú talið sjálfa mig síðasta af öllum til að vera einhver ægilegur te-aðdáandi.

Vil því að þessu tilefni endilega bjóða fólki í "te og með því" þegar það á næst leið um Valencia.

Er annars þreytt og í þokkabót komin með alveg ferlega sinaskeiðabólgu. Já þetta má maður þola fyrir að vera að teikna græna sófa og appelsínugul rúmteppi í tíma og ótíma, ekki fyndið sko.








Græni sófinn minn hann Gunnlaugur










Og þessi vildu sko alls ekki neitt te..

lunes, 16 de julio de 2007

Salaam Bombay!!




Var að horfa á eina af mögnuðustu myndum sem ég hef séð; Salaam Bombay, sem ég mæli með að allir horfi á til að átta sig á bæði hvað við höfum það ofboðslega gott, og hversu rosaleg eymd er til í heiminum.

Myndin fjallar um ungan indverskan strák sem þarf að yfirgefa fjölskyldu sína og endar í Bombay. Þar vinnur hann við að sendast með te en býr á götunni. Söguþráðurinn er mjög einfaldur en afar áhrifaríkur og ég verð að viðurkenna að þessi mynd hafði mikil áhrif á mig.

Maður ætti ekki að vera með peningaáhyggjur því í raun og veru höfum við flest tækifæri sem hægt er að bjóðast í þessum heimi ( þó svo að ég vilji alls ekki gera lítið úr áhyggjum neinna, þaðanafsíður mínum ) en okkar vandamál virðast þó svo ótrúlega smávægileg í samanburði við milljónir af heimilislausum börnum sem búa í þessum heimi.
Heyrði í fréttunum um daginn að það er talið að þau séu um 5 milljónir!!!!!

Sumir vilja ekki hjálpa því þeir halda að það muni ekki breyta neinu í þessum heimi, en hvernig er hægt að segja að það breyti ekki neinu ef maður gefur litlu barni þó það væri ekki nema örlitla von.

Í ljósi þess að ég er einstaklega snortin af þessari mynd vil ég mynna fólk á www.abc.is og aðrar hjálparstofnanir ( það þarf ekki mikið til, ég borga t.d. ekki nema 950 kr á mánuði sem er í raun skömmustulega lítið ).