miércoles, 25 de julio de 2007

Er hann alveg galinn?? ( aumingja smalinn )

Já, eitthvað hefur það virst erfitt að koma út öllu teinu sem ég á upp í skáp. Þetta er nú orðinn meiri hausverkurinn, ég er farin að drekka te í tíma og ótíma til að minnka skápapláss og ég er orðin afskaplega dugleg að bjóða te við öll tilefni ( sbr í dag við ítalina: "æ frábært, prentarinn ykkar er farinn að virka aftur...viljiði ekki te?? ). Jæja, en hvað um það.

Maður er farinn að taka eftir dauðum fuglum ( og ROTTUM oj bara! ) hist og her um borgina. Dauðaorsök: HITINN. Já, það lítur út fyrir það að dýrin hérna séu ekki að meika þennan hita svo þau gefa upp öndina vesalingarnir. Sjálfur er maður að kvarta, en maður hefur það í rauninni nokkuð gott því að minnsta kosti getur maður sett á loftkælinguna stundum...ég myndi nú alls ekki vilja vera lítill fugl í Valencia þennan mánuðinn ( eða kannski bara yfirhöfuð ).
Annars eru Barcelonabúar ekki svo heppnir því nú eru yfir 10.000 manns í þeim bænum búnir að vera rafmagnslausir í yfir 2 daga. Greyið gamla fólkið er ekkert yfirmáta sátt, skiljanlega!

Nú, og svo er mín bara að fara að koma heim á föstudaginn. Mikið er ég nú farin að hlakka til!
Á morgun skila ég semsagt inn öllum verkefnunum ( og byrja að krossa putta ) og svo er maður bara búinn með 1. árið í INNANHÚSSHÖNNUN. Frábært mál...ef maður nær öllu.
Er núna reyndar að glíma við nokkuð "mindboggling" teikningu sem við þurfum að skila inn, jú hún samanstendur af litlum kössum sem mynda göng og leikur á augað því þú sérð 2 víddir í einni. Ég er nú sem betur fer ekki sú eina, en ég mun líklega sitja yfir þessu í nótt. Jæja, get nú víst ekki kvartað mikið þar sem þetta fer aaaaalveg að taka enda.

Mér sýnist annars að mínir heittelskuðu kommentarar séu bara komnir í sumarfrí, djöfulsins letingjar. Allir nema hún Sigga heittelskaða sem fær 10 rokkstig fyir vikið! Híjá ykkur hin...þið megið alveg taka þetta til ykkar.

Jæja, farin að teikna göngin ómögulegu...
þeir sem vilja panta tíma með Lilju í ágúst endilega hafa samband í síma 6949880. Tímapantanir byrja klukkan 22.30 á föstudaginn.

No hay comentarios: