Hér er búið að vera hrikalega heitt undanfarið, svo heitt eiginlega að ég voga mér varla út úr húsi nema þörf sé. Í tímum situr maður svo í sínum eigin líkamsvökva ( svita ) og reynir að teygja sig í þann litla gust sem viftan gefur.
Göturnar eru litaðar af gulri mengun og ef maður er úti á háannatíma á stórri götu þá verkjar mann í nefið af öllum skítnum sem maður er að anda að sér.
Já, því miður getur maður ekki setið á ströndinni með pina colada þennan mánuðinn.
Annars var ég svo heppin að fá einhvers konar matareitrun um daginn, mig grunar að í einhverru stressi hafi ég ekki eldað kjúkling nógu vel og fékk mallakúturinn heldur betur að kenna á því. Um kvöldið gat ég varla staðið upprétt af verkjum og svo seinna byrjuðu herlegheitin. Held ég hafi þurft að æla u.þ.b. 10-15 sinnum þá nóttina...það var ekkert sérlega skemmtilegt.
Er enn að jafna mig á þessu ógeði, hef bara étið vatnsmelónu síðustu 2 daga og drekk kók inn á milli til að halda mér vakandi.
Litli vibbinn sem ég bý með sagðist hafa smitast af þessu frá mér og tók sér frí í vinnunni en sat svo og horfði á sjónvarpið og reykti hass allan daginn...ekki eðlilegt þetta lið.
Annars eru hassreykingar ótrúlega algengar hérna, og það er ekkert verið að fela það fyrir neinum. Fólk reykir hass út á götu eins og ekkert væri eðlilegra, en það er ekkert svo eðlilegt fyrir saklausa íslenska stelpu, ættaða úr Eyjafirðinum. Veit meira að segja að það viðgengst að þegar löggan gerir upptækt hass þá geyma þeir hluta af því fyrir sjálfa sig svo þeir eru hálf skakkir greyin líka stundum.
Já, þetta er undarlegt...eða það finnst mér allavegana.
Bæti hérna við tveimur myndum af verkefni sem ég gerði, hönnun af bar....sjáiði bara hvað míns er dugleg!
jueves, 12 de julio de 2007
Suscribirse a:
Enviar comentarios (Atom)
No hay comentarios:
Publicar un comentario