sábado, 21 de julio de 2007

Nú eru allir skápar farnir að fyllast...

hjá mér og af engu öðru en TEI. Ég skil sjálf ekkert í málinu en svo standa málin að fólk er farið að telja mig te-frík og núna fæ ég ekkert nema te frá vinum mínum.
Ekki spyrja mig annars...ég hef ekki hugmynd um af hverju. Hefði nú talið sjálfa mig síðasta af öllum til að vera einhver ægilegur te-aðdáandi.

Vil því að þessu tilefni endilega bjóða fólki í "te og með því" þegar það á næst leið um Valencia.

Er annars þreytt og í þokkabót komin með alveg ferlega sinaskeiðabólgu. Já þetta má maður þola fyrir að vera að teikna græna sófa og appelsínugul rúmteppi í tíma og ótíma, ekki fyndið sko.








Græni sófinn minn hann Gunnlaugur










Og þessi vildu sko alls ekki neitt te..

1 comentario:

Anónimo dijo...

Gunnlaugur er flottastur - langar ekkert smá að kúra mig í honum - og ef ég kæmist í te - þá myndi ég sko ekki HIKA! knús á þig...kemst held ég ekki í bæinn í ágúst...verð að sjá til sko...hringdu í mig þegar þú ert á landinu