lunes, 2 de julio de 2007

Sumarkvöld í Reykjavík



Jújú, mikið rétt...íslandsfríið reyndist vera stutt svo nú er maður kominn aftur í kæfandi hita.
Þurfti að gista fyrstu nóttina á hóteli í Alicante. Mér var svo heitt að það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom inn var að fara úr buxunum svo ég var bara á naríunum...haldiði að kallinn í móttökunni hafi allt í einu ákveðið að ráðast inn á mig, sagðist vera að leita að einhverju.
Svo þegar ég tók leigubíl upp á lestarstöð þá lenti ég á einhverjum manni sem var svona líka ofboðslega hrifinn af sjávarilminum í Alicante og sagði mér að þefa. Fann bara svona skítugan saltfnyk einhvern, ekki svona góð sjólykt eins og heima.

Það var annars yndislegt heima, gott að geta dregið djúpt að sér andanum og fundið ferskt og hreint loftið fylla lungun ( já tók sérstaklega eftir þessu ). Fór í ferðalag með Adda upp á Snæfellsnesið og Húsafell, algjört æði!
Svo bara hitti maður vini og vandamenn og naut þess að vera laus úr sjúklegum hita en vera komin í hið eina og sanna íslenska sumar, borðaði góðan mat og knúsaði litlu frændsystkinin.

Í morgun vaknaði ég svo eins og vanalega í svitakófi með hárið og lakið blautt. Úff...

4 comentarios:

Sigga dijo...

Hahaha þú ert alltaf að lenda í einhverjum klikkhausum, passaðu þig á spænsku köllunum!!! ;)
Hafðu það gott í hitanum og svitanum!!!

Anónimo dijo...

takk elskan, það væri voða gott að hafa þig ennþá hérna.
Kossar

Anónimo dijo...

Já thad er stundum erfitt ad sofa og sofna vid thennan hita... En ég öfunda thig á ad hafa farid í smá skopp til Íslands...

Kv. Erla María

Anónimo dijo...

Mjög gaman að fá þig í heimsókn á klakann.

Styttist ekki í að þú komir aftur?