Vaknaði fyrir rúmlega klukkutíma síðan ( klukkan 06.10, sem er nota bene mjög snemmt hérna á Spáni ) við árekstur. Maður heyrir nú reyndar oft í árekstrum þar sem ég bý við nokkuð stóra götu, svo ég spáði ekkert sérstaklega í þessum. Stuttu seinna fór ég svo að heyra í mörgum sírenum svo ég ákvað að líta út um gluggann þar sem að ég hefði hvort sem er ekkert getað sofnað aftur. Sé ég þá ekki þennan benzara blæjubíl á hvolfi hálf inná gangstétt beint fyrir neðan gluggann minn. Ég sá manninn hangandi í bílbeltinu sínu í framsætinu en svo var hann klipptur út og það var lagt lak yfir hann allan þegar hann var loksins kominn út.
Manni bregður bara svo að hugsa til þess að þessi maður hefur líklega bara verið á leiðinni í vinnunna og verið kannski smá þreyttur og svo sekúndu seinna er hann dáinn!!!
Ég bið ykkur öll sem lesið þetta í guðanna bænum farið varlega í umferðinni.
Lilja í sjokki
miércoles, 13 de junio de 2007
Suscribirse a:
Enviar comentarios (Atom)
6 comentarios:
jiiiii... skil vel að þér hafi brugðið!!!
En ég sendi til þín góða strauma til að klára þessi verkefni þín :D
og barar 8 dagar í að þú komir heim !!
Veit ekki alveg afhverju ég skrifaði Lilja.... :S
Hehehe, já var einmitt að spá.
Takk takk dúllan mín, ég reyni að vera dugleg því NÚNA BYRJAR BRJÁLÆÐIÐ!!!!
jamms og já - sendi þér strauma héðan frá hornafirði...núna...finnurðu? sjokk sjokk sjokk - hlakka til að fá þig heim og eiga eitt gott langt símtal....
Úff...örugglega ekki skemmtileg sjón. En thad deyja ótrúlega margir hérna á Spáni í bílslysi, adal orsökin thá ad thau notudu ekki bílbeltid og svo eru adrir undir áhrifum :-/
kv. Erla María
8 dagar í að þú komir heim? wot???
LILJA HRÖNN! ERT ÞÚ ÓVÆNTA UPPÁKOMAN??
Jedúdda minn hvað ég er hissa og ánægð og glöð!!! Er sko ekki lítið búin að spá og spekúlera í þessum sms-um!
Hehe, "ég er enginn perri, ég þekki þig ágætlega" - þú ert ekki normal!
En já, dáldið óviðeigandi komment hjá mér miðað við færsluna. Hrikaleg svona bílslys!!
Publicar un comentario