Vaknaði fyrir rúmlega klukkutíma síðan ( klukkan 06.10, sem er nota bene mjög snemmt hérna á Spáni ) við árekstur. Maður heyrir nú reyndar oft í árekstrum þar sem ég bý við nokkuð stóra götu, svo ég spáði ekkert sérstaklega í þessum. Stuttu seinna fór ég svo að heyra í mörgum sírenum svo ég ákvað að líta út um gluggann þar sem að ég hefði hvort sem er ekkert getað sofnað aftur. Sé ég þá ekki þennan benzara blæjubíl á hvolfi hálf inná gangstétt beint fyrir neðan gluggann minn. Ég sá manninn hangandi í bílbeltinu sínu í framsætinu en svo var hann klipptur út og það var lagt lak yfir hann allan þegar hann var loksins kominn út.
Manni bregður bara svo að hugsa til þess að þessi maður hefur líklega bara verið á leiðinni í vinnunna og verið kannski smá þreyttur og svo sekúndu seinna er hann dáinn!!!
Ég bið ykkur öll sem lesið þetta í guðanna bænum farið varlega í umferðinni.
Lilja í sjokki
miércoles, 13 de junio de 2007
lunes, 11 de junio de 2007
Grjónagrautur
Tók mig til í gær og bjó til grjónagraut. Get reyndar ekki sagt að ég hafi verið neitt svakalega professional en ég þurfti að raspa kanilstylka því við áttum ekki kanel í dufti. Það var mikið hlegið að aðförunum og meðleigjendum leist ekkert á þetta en á endanum bragðaðist hann bara ágætlega þó ég segi sjálf frá...þó svo að grjónagrauturinn hennar mömmu sé nú alltaf bestur.
Er annars komin með einhverja helvítis kvefdrullu, ojá kvefið hefur nú ekki yfirgefið mann þó maður hafi farið alla leið til Spánar...óþolandi hvað ég kvefast alltaf. Einu sinni fór ég til læknis því ég var búin að vera með kvef í u.þ.b. 2 ár stanslaust. Hún sagði mér að ég væri með það sem kallast "kvefnef" og lýsir sjúkdómsgreiningin sér þannig að þú losnar aldrei almennilega við kvef og þarft meira og minna alltaf að vera að snýta þér. Mjög skemmtilegt, sérstaklega því við þessum "sjúkdómi" er engin lækning.
Fer núna að styttast í verkefnaskil, nánar tiltekið þann 21. júní. Guð hvað það verður gott að klára þetta allt saman, þó svo að það sé alltaf nokkuð mikið brjálæði síðustu dagana. Veit ekki alveg hvað ég er búin að koma mér út í, vegna þess að í framtíðinni mun ég ekki eiga mér mikið líf. Einn kennaranna er alltaf að segja okkur að við munum ekki eiga mikinn tima fyrir neitt annað en vinnu í framtíðinni. Ohhh EN GAMAN! og ég sem ætlaði að eignast 5 börn, veit ekki hvort ég muni hafa tíma fyrir það. Jæja, stofna kannski bara mitt eigið fyrirtæki og það verður litla barnið mitt :)
Barinn minn "Bar Barbara" gengur ágætlega, er búin með 120 blaðsíðurnar af 3D teikningunum sem er hluti af því sem við þurfum að skila. Núna þarf ég að teikna upp í þrívídd framhlið hússins og svo þarf ég að klára ýmislegt tæknilegt; teikningar af vatns-og rafmagnsleiðslum o.s.frv.
Hér er annars kominn nýr "flatmate". Sá er frekar úldinn eitthvað og hálf subbulegur. Pinkulítill og ræfilslegur en er lögregla og segist hafa verið lífvörður hérna í den!! Gengur alltaf um með handklæði um mittið og spilar Robbie Williams í botn á hverjum degi. Mér hálfbýður við honum greyinu. Leiðinlegt að segja það eeeen....
Ekki meira í bili
pís át!
sábado, 2 de junio de 2007
Sansibar
Stundum er sagt að maður sé orðinn fullorðinn. Ég held því nú samt ekki fram; mér til stuðnings sjá myndir að neðan.
Annars lítið að ske. Má búast við því að styttast fari í Kleppsinnleggingu eftir júní og júlímánuð því það verður ekkert lítið að gera og er maður nú þegar farinn að finna fyrir stressinu í mallakútnum. Þarf t.d. að klára 120 bls af teikningum, nokkrum gólfplönum og svo milljón önnur verkefni. En maður verður víst bara að taka þessu með róóólegheitunum eins og spánverjarnir eru nú þekktir fyrir að gera og reyna að muna að anda inni á milli.
Annars er ég mikið farin að sakna sterkra brjóstsykra undanfarið...og Kea ferskjuskyrs.
Annars lítið að ske. Má búast við því að styttast fari í Kleppsinnleggingu eftir júní og júlímánuð því það verður ekkert lítið að gera og er maður nú þegar farinn að finna fyrir stressinu í mallakútnum. Þarf t.d. að klára 120 bls af teikningum, nokkrum gólfplönum og svo milljón önnur verkefni. En maður verður víst bara að taka þessu með róóólegheitunum eins og spánverjarnir eru nú þekktir fyrir að gera og reyna að muna að anda inni á milli.
Annars er ég mikið farin að sakna sterkra brjóstsykra undanfarið...og Kea ferskjuskyrs.
domingo, 27 de mayo de 2007
djös helv andsk
Hverjum öðrum en valenciabúum dettur í HUG að fara að sprengja flugelda klukkan 1 að nóttu á sunnudegi????????? Ekki nóg með það heldur þarf helvítis flugeldasýningin að vera í rúmlega hálftíma í það minnsta svo það er ekki nokkur leið að ná að sofna.
Er ógeðslega pirruð á þessu.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að þegar þriðja heimstyrjöldin kemur þá mun fólk hérna ekki hafa hugmynd um að stríðið sé byrjað heldur halda að þetta sé enn önnur flugeldasýngin, og já flugeldarnir hérna eru eins og það sé komin styrjöld.
Lilja myglaða sem langar að reyna að sofna!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Er ógeðslega pirruð á þessu.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að þegar þriðja heimstyrjöldin kemur þá mun fólk hérna ekki hafa hugmynd um að stríðið sé byrjað heldur halda að þetta sé enn önnur flugeldasýngin, og já flugeldarnir hérna eru eins og það sé komin styrjöld.
Lilja myglaða sem langar að reyna að sofna!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
martes, 22 de mayo de 2007
grímupartí
Við héldum þetta líka svaka partí á laugardaginn og buðum fullt af fólki.
Annars ekki meira að frétta í bili, er búin að vera hrikalega löt að blogga undanfarið...
sjáumst :)
Svaka gaman þó svo að nærri helmingurinn hafi ekki mætt í búning því miður. Ég og Marcos bættum það upp með okkar búningum en ég var kínverji og hann geisha. Rosa flott saman.
Annars ekki meira að frétta í bili, er búin að vera hrikalega löt að blogga undanfarið...
sjáumst :)
domingo, 13 de mayo de 2007
Examen de la historia de la arquitectura my assssssssssssss!
Djöfulli finnst mér saga arkítektúrsins helvíti leiðinleg...og já sérstaklega þegar ég þarf að læra um spænsku barokkó hreyfinguna fyrir ritgerðarpróf á morgun. Já, ég gef bara prump í barokkó...finnst það ljótt og leiðinlegt og fyrir gamla kalla og hananú!
Annars voru mér boðnir gerlar í dag, til gefins og allt. Ég er alltaf svo heppin! Jú það vill nú svo til að hann José flatmate er á fullu í jógúrtræktun þessa dagana og er með einhverja jógúrtgerla í lokuðum dalli í ísskápnum. Hann var svo góðviljaður að bjóða mér af þessum munaði og hefja mína eigin ræktun. Ég afþakkaði vegna áhugaleysis. Ég held ég fari bara frekar út í búð að kaupa mér jógúrt ef mig langar í.
Það verður grímupartí hérna um næstu helgi, allir að fagna brottför Paulu! Er að spá í að vera kínverskur kall með sítt yfirvaraskegg, loðnar gráar augabrúnir og staf. Er komin með kínahatt og veit hvar ég get keypt mér staf úr bambus fyrir 3 evrur en núna vantar mig hins vegar yfirvaraskegg og augabrúnir, get ekki alveg sagt að svoleiðis munaður finnist á hverju strái hérna svo ég er komin í smávegis krísu hérna, einhverjar snilldartillögur snillingarnir mínir?
bæti við nokkrum ó svo fögrum myndum af hinni ó svo fögru sjálfri mér:
lunes, 7 de mayo de 2007
Y esoooo!
Marcos er gjörsamlega búinn að eyðileggja spænskuna mína! Hann er nefnilega með þann heimskulega kæk að bæta -s-i aftan við hvert einasta orð svo það virkar eins og allt sé í fleirtölu hjá honum. Nema hvað að ég var í tíma um daginn og fór upp úr þurru að tala svona án þess að taka einu sinni eftir því sjálf. Fólkið sem er með mér í bekk hugsar örugglega að aumingja íslenskan stelpan hefur ekki glóru um spænsku því þau fáu skipti sem ég byrja að tala í tíma er ég allt í einu farin að tala kolvitlaust. Það er nú samt í rauninni frekar fyndið.
Yfir í önnur mál. Valla Sevilluskvísa kom í heimsókn um helgina og það var æðislegt að sjá hana aðeins aftur því þó ég sé sú allhrikalegasta manneskja til að halda sambandi við alla þá finnst mér alltaf jafn gott að sjá hana. Hún gisti hjá Siggu og saman fórum við á ströndina, smá út á lífið og svo út að borða ( þó svo að við höfum endað á að fara á ljótan tapas stað í staðinn fyrir flottan paellu stað...en so what! ) Hafðu það yndislegt sæta!
Var reyndar frekar fyndið, á föstudaginn fórum við allt í einu að tala um eina æskuvinkonu hennar sem heitir Dagmar sem eignaðist stelpu fyrir ári síðan, og vill svo til að vann með mér á Fosshótel Lind þegar ég var 15 ára. Kom í ljós að Sigga veit líka hver hún er síðan úr MH. Datt mér þá ekki í hug að senda Dagmari sms ( hef nota bene ekki talað við hana í mööörg ár ); Hæ Dagmar, er með Völlu æskuvinkonu þinni og Siggu sem veit hver þú ert. Til hamingju með litlu prinsessuna. Lilja ( sem vann með þér fyrir 9 árum ). Hversu steiktur er maður?? Þarf náttúrulega ekki að taka það fram að þetta var eftir nokkra bjóra og nokkur glös af sangríu hehe.
Annars ætla ég að kynna fyrir ykkur nýja kærastann minn. Hann heitir Kelly Slater og hér eru myndir af honum:


Ekki sætur??
Bæti við nokkrum myndum líka ,meðal annars af mér og yndinu honum Marcosi, Siggu og bla bla.



Ciaos!
Suscribirse a:
Entradas (Atom)