lunes, 16 de julio de 2007
Salaam Bombay!!
Var að horfa á eina af mögnuðustu myndum sem ég hef séð; Salaam Bombay, sem ég mæli með að allir horfi á til að átta sig á bæði hvað við höfum það ofboðslega gott, og hversu rosaleg eymd er til í heiminum.
Myndin fjallar um ungan indverskan strák sem þarf að yfirgefa fjölskyldu sína og endar í Bombay. Þar vinnur hann við að sendast með te en býr á götunni. Söguþráðurinn er mjög einfaldur en afar áhrifaríkur og ég verð að viðurkenna að þessi mynd hafði mikil áhrif á mig.
Maður ætti ekki að vera með peningaáhyggjur því í raun og veru höfum við flest tækifæri sem hægt er að bjóðast í þessum heimi ( þó svo að ég vilji alls ekki gera lítið úr áhyggjum neinna, þaðanafsíður mínum ) en okkar vandamál virðast þó svo ótrúlega smávægileg í samanburði við milljónir af heimilislausum börnum sem búa í þessum heimi.
Heyrði í fréttunum um daginn að það er talið að þau séu um 5 milljónir!!!!!
Sumir vilja ekki hjálpa því þeir halda að það muni ekki breyta neinu í þessum heimi, en hvernig er hægt að segja að það breyti ekki neinu ef maður gefur litlu barni þó það væri ekki nema örlitla von.
Í ljósi þess að ég er einstaklega snortin af þessari mynd vil ég mynna fólk á www.abc.is og aðrar hjálparstofnanir ( það þarf ekki mikið til, ég borga t.d. ekki nema 950 kr á mánuði sem er í raun skömmustulega lítið ).
Suscribirse a:
Enviar comentarios (Atom)
2 comentarios:
bar barbara lítur ekkiert smá flott út - þú ert audda snillingur...takk fyrir sms-ið...er því miður stopulst gemsasambandið hérna - helst að ég fái sms-in þegar ég skrepp á höfn...en er þá yfirleitt að flýta mér svo mikið að ég gef mér ekki tíma til að svara! hvenær kemurðu heim aftur...get ekki munað það! knús á þig og gangi þér vel með þetta allt saman í hitansvækjunni og hasscládinu! ha ha xxx
Takk elskan mín. Ég kem heim í lok júlí og verð heima í allan ágúst. Vonast til að sjá þig eitthvað skvís!
Publicar un comentario